Saturday, October 4, 2014

Gott teymi er gulls ígildi

GOTT TEYMI ER GULLS Í GILDI
Vinnustofa fyrir teymi og vinnuhópa 3 klst.


Á vinnustofunni er fjallað um jákvæða sálfræði, styrkleikaþjálfun og einkenni góðra samkipta á vinnustöðum.

Leitast verður við að svara eftirfarandi spurningum.
  •   Skilar jákvæðni árangri?
  •   Hvað einkennir góða samvinnu?
  •   Hvernig endurgjöf gefur bestan árangur?
  •   Hvaða leiðir eru bestar til hvatningar?

Vinnustofan byggir á viðamiklum rannsóknum á því hvað einkennir framúrskarandi teymi. Niðurstöðurnar hafa verið settar upp sem leiðbeinandi líkan.
  1.   Skilgreind áhersla
  2.   Sveigjanlegt skipulag
  3.   Andrúmsloft samvinnu
  4.   Tíð endurgjöf
  5.   Kraftmikil viðurkenning og hvatning
Sérstök áhersla verður á styrkleikabyggða nálgun og unnið verður út frá styrkleikagreiningu hvers og eins. Stryrkleikagreiningin er byggð á jákvæðri sálfræði og greinir styrkleika viðkomandi og hversu mikla ánægju notkun þeirra veitir. Upplýsingar um samspil styrkleika og ánægju eru mikilvægar fyrir verkefnaval og starfsgleði. Fjallað verður um jafningjastuðning og leiðir til að halda góðri orku í teymum. Kynntar verða leiðir til sem hvetja til góðra og uppbyggjandi samskipta og stuðla að árangri og farsæld teymisins. 

Ávinningur
  • Betri samvinna í teyminu og samspil jákvæðni og árangurs
  • Áhrifamiklar leiðir til að veita kraftmikla viðurkenningu og endurgjöf
  • Betri þekking á styrkleikum og veikleikum
  • Þekking á aðferðum til að halda árangursríka fundi
  • Markvissari starfsmannasamtöl og stuðningur við starfsþróun. 
Vinnustofan hentar vel fyrir teymi og teymisstjóra, sem vilja meiri kraft í vinnuna, bæta teymisvinnu og þekkja og nýta styrkleika á sem bestan hátt.

No comments:

Post a Comment